Erasmus +

Eflum tölvutækni á öllum skólastigum Árbæjarskóla.
Árbæjarskóli hlaut styrk frá Erasmus til að efla notkun tölvutækni í skólanum.
Nokkrir úr hópi kennara og skólastjórnenda fóru á námskeið til Króatíu til að fræðast og bar námskeiðið heitið "Using Technology in Classroom." Námskeiðið var haldið dagana 6. - 10. október.
Aðrir kennarar í Árbæjarskóla hafa fengið kynningu á verkefninu sem síðan mun halda áfram út skólaárið 2025-2026