Jólaskemmtun og skólabyrjun 2026

jol

Föstudagurinn 19. desember verður undirlagður af jólagleði í skólanum.


 

Dagskráin er eftirfarandi:

Unglingastig kl. 9:00 - 11:00
Ljósaganga og uppbrot árganga með umsjónarkennurum. Boðið upp á kakó og piparkökur að göngu lokinni. Nemendur koma klæddir til útiveru með vasaljós eða höfuðljós.

Miðstig frá kl. 9:00 - 11:00 
Litlu jólin í heimastofu og jólaball. Mæting í umsjónarstofu.


Yngsta stig frá kl. 11:00 - 13:00
Litlu jólin í heimastofu og jólaball. Mæting í umsjónarstofu.

Töfrasel sækir nemendur sem þar eiga að vera að jólaskemmtun lokinni.

 

Starfsfólk Árbæjarskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla.

Nemendur mæta aftur í skólann 2. janúar samkvæmt stundaskrá.