Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
Skólinn opnar kl. 07:45
Skrifstofa
Skrifstofa er opin frá klukkan kl. 07:45 til kl. 15:30 alla daga nema föstudaga þá kl. 14:30. Símanúmer skólans er 411 7700 og netfangið: arbaejarskoli@rvkskolar.is
Nesti
Nemendur komi með hollt og gott nesti að heiman. Við sérstök tilefni geta kennarar heimilað að nemendur komi með annars konar nesti.
Íþróttir
Nemendur klæðast hefðbundnum sundfatnaði í sundtímum, sundbuxum eða sundbolum. Í íþróttatímum klæðast nemendur hefðbundnum íþróttafatnaði. Í 1. – 2. bekk eru íþróttaskór ekki leyfðir en frá og með 3. bekk er skylda að vera í íþróttaskóm. Æskilegt er að nemendur fari í sturtu að loknum íþróttatímum. Nemendum ber að hafa með sér handklæði að heiman.
Símanotkun
Árbæjarskóli er símalaus skóli. Nemendum er ekki heimilt að nota síma á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara. Ef nemendur eru með síma í skólanum á hann að vera í skólatösku nemenda, í læstum skáp eða símateppi (í kennslustundum). Sama á við um heyrnartól, „airpods“, „buds“ og sambærilegt.
Undanþága frá skólasókn
Hér má nálgast beiðni um leyfi í 3-5 daga fyrir nemendur.
Hér má nálgast beiðni um leyfi sem er umfram eina viku.