Námsráðgjöf í Árbæjarskóla

Meginmarkmið menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast,  er að stuðla að sem bestri þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar, uppfylla markmið laga og Aðalnámskrár um kennslu í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Eitt af leiðarljósum stefnunnar er að veita börnum viðeigandi stuðning og byggja á styrkleikum þeirra og bakgrunni þannig að þau geti haft áhrif á nám sitt, líðan og umhverfi. 

Hlutverk námsráðgjafa

Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra.  Námsráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.  Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa.  

Teikning af tveimur ráðgjöfum í hægindastólum.

Verkefni námsráðgjafa

Helstu verkefni námráðgjafa:  

  • ráðgjöf og fræðsla um náms- og próftækni   
  • ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda 
  • persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur 
  • ráðgjöf og aðstoð í eineltis- og forvarnarmálum 
  • móttaka nýrra nemenda 
  • fundarseta í nemendaverndarráði 
  • reglulegt samstarf við Töfrasel, Tíuna, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og heilsugæslu hverfisins 

Námskeið og kannanir

Námsráðgjafar gera tengslakannanir í árgöngum eftir þörfum og eru umsjónarkennurum og fagkennurum til ráðgjafar.  Einnig halda þeir ýmis námskeið fyrir litla hópa nemenda eins og ART námskeið, námskeið tengd prófkvíða, námstækni og sjálfstyrkingu. Þá nota þeir Cat-kassann. Námsráðgjafar eru í samstarfi við frístundamiðstöðina Ársel um félagslegan stuðning við nemendur meðal annars með kynningu á Árseli og heimsóknum þangað. 

 

Sértæk þjónusta

Sértækri þjónustu til nemenda er sinnt á einstaklingsbundinn hátt eða í smærri námshópum. Henni sinna ýmist þroskaþjálfi, sérkennarar, almennir kennarar, stuðningsfulltrúar eða aðrir starfsmenn. Þá eru talmeinafræðingar með viðveru í skólanum tvo daga í viku. Lausnateymi er starfrækt í skólanum í samstarfi við þjónustumiðstöð. Lausnateymið skipa auk námsráðgjafa og þroskaþjálfa frá skólanum, tveir hegðunarráðgjafar frá þjónustumiðstöð. Teymið er með fundartíma vikulega og þangað geta starfsmenn leitað með ýmis mál sem viðkoma hegðun nemenda. 

 

Hafa samband

Forráðamenn geta pantað tíma í síma 411-7700 eða með tölvupósti.