Stoðþjónusta í Árbæjarskóla

Yfirumsjón stoðþjónustu  í skólanum er í höndum deildarstjóra stoðþjónustu.  Hann skilgreinir í samráði við Nemendaverndarráð, skólastjórn, kennara og ráðgjafa á Austurmiðstöð, þarfir nemenda fyrir sértæka þjónustu og skipuleggur viðbrögð í samráði við foreldra og eftir atvikum nemendur.  

 

Einstaklingsbundin þjónusta

Sértækri þjónustu til nemenda er sinnt á einstaklingsbundinn hátt eða í smærri námshópum. Henni sinna ýmist þroskaþjálfi, sérkennarar, almennir kennarar, stuðningsfulltrúar eða aðrir starfsmenn. Þá eru talmeinafræðingar með viðveru í skólanum tvo daga í viku. Lausnateymi er starfrækt í skólanum í samstarfi við þjónustumiðstöð. Lausnateymið skipa auk námsráðgjafa og þroskaþjálfa frá skólanum, tveir hegðunarráðgjafar frá þjónustumiðstöð. Teymið er með fundartíma vikulega og þangað geta starfsmenn leitað með ýmis mál sem viðkoma hegðun nemenda. 

Teikning af hjónum með ungling á milli sín.

Námsver

Við skólann er starfrækt námsver sem veitir sértæka þjónustu. Tilgangur þess er að auka gæði náms þeirra nemenda í Árbæjarskóla sem þurfa aðstoð með nám vegna sértækra þarfa og/eða hegðun, tímabundið.  Þar  einkennist starfið af fjölbreyttum kennsluháttum þar sem áherslan er á einstaklingsbundið nám, samkennslu og samvinnu nemenda. Lögð er áhersla á að styrkja sjálfstæð vinnubrögð nemenda og félagslega færni. Unnið er sérstaklega með hegðun, þar sem nemendum er hjálpað að breyta hegðun sinni og efla sjálfsstjórn. 

Unnið er að eftirfarandi markmiðum í námsverinu 

  • að bæta líðan nemenda í skólastarfinu 
  • að styrkja sjálfsmynd og félagslega færni nemenda 
  • að auka færni nemenda í samvinnunámi  
  • að auka færni nemenda í sjálfstæðum vinnubrögðum 
  • að auka metnað og áhuga nemenda 
  • að nemendur átti sig á gildi og nauðsyn góðrar grunnmenntunar 
  • að hjálpa nemandanum að hafa stjórn á eigin hegðun 
  • að styrkja nemandann til þess að geta stundað námið aftur í sínum námshópi 
  • að nemandinn fari aftur inn í sinn námshóp